Lindsay Lohan að losna úr meðferð

Lindsay Lohan
Lindsay Lohan Reuters

Það er ekki nóg með að leikkonan Lindsay Lohan sleppi vel frá fangelsisdómi heldur virðist hún ætla að losna fyrr úr meðferð ef marka má fregnir erlendra slúðurmiðla. Lohan þurfti einungis að afplána 13 daga af 90 daga fangelsisdómi í Los Angeles gegn því skilyrði að hún færi strax í meðferð að aflokinni fangavist. Átti meðferðin að taka 90 daga en hún hófst um síðustu mánaðamót.

Lindsay, sem er 24 ára, var dæmd til fangelsisvistar eftir að hún braut skilorð með ölvunarakstri en hún átti þá að baki dóm vegna kókaíneignar árið 2007 og hafði tvisvar áður verið tekin fyrir ölvunarakstur.

Ekki liggur þó ljóst fyrir hvenær meðferðinni lýkur en Lohan á að hafa staðið sig afar vel samkvæmt upplýsingum sem saksóknari í máli hennar hefur veitt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar