Zsa Zsa Gabor við dauðans dyr

Zsa Zsa Gabor árið 1986. Hún fæddist í Ungverjalandi árið …
Zsa Zsa Gabor árið 1986. Hún fæddist í Ungverjalandi árið 1917 og gerðist fræg leikkona í Hollywood. AP

Leikkonan Zsa Zsa Gabor virðist vera við dauðans dyr samkvæmt upplýsingum frá talsmanni hennar. Gabor, sem er 93 ára að aldri, var lögð inn á sjúkrahús fyrir helgi vegna aukaverkana eftir að hafa mjaðmabrotnað í júlí. Hefur hún beðið um að fá prest til sín á sjúkrahúsið en ástand hennar er afar alvarlegt, að sögn talsmanns hennar.

Zsa Zsa Gabor var nýlega útskrifuð af sjúkrahúsi eftir mjaðmaskurðinn þar sem hún fékk sýkingar í skurðinn og svaraði lyfjum illa. 

Hún lamaðist að hluta í bílslysi árið 2002 og hefur verið í hjólastól síðan. Þá fékk hún heilablóðfall fyrir fimm árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar