Joaquin Phoenix virðist hafa platað fólk

Joaquin Phoenix.
Joaquin Phoenix. Reuters

Gagnrýnendur fyrrverandi leikarans Joaquin Phoenix hafa leitað teikna þess að tilraun hans til þess að verða rappari hafi í raun og veru verið gabb eftir að skringileg mynd úr heimildarmyndinni birtist á netinu.

Stjarnan úr Walk The Line tilkynnti á þessu ári áætlanir sínar þess efnis að hætta sem leikari og byrja að einbeita sér að tónlist. Hann lét sér vaxa skringilegt skegg og hóf röð skringilegra heimsókna á opinbera staði sem fengu marga til þess að halda að þetta væri allt eitt allsherjargrín.

Mágur Phoenix, Casey Affleck, tilkynnti í framhaldi af því að hann myndi búa til kvikmynd um tilraun félaga síns til þess að vera rappari sem kom af stað keðju sögusagna um að þetta væri einhvers konar flókinn hrekkur.

Þá hefur einnar mínútu búturinn úr myndinni um hann, I'm Still Here: The Lost Year of Joaquin Phoenix, birst á netinu á mánudag og fékk gagnrýnendur hans til þess að reyna að ákveða hvort um væri að ræða gabb eða ekki.

Myndskeiðið byrjar á dimmu döbbi þar sem sögumaðurinn segir við Phoenix: „Þetta ert þú, vatnsdropi og þú ert ofan á fjallinu, farsæll en einn daginn byrjar þú að renna niður fjallið og þú hugsar, bíddu við, ég er vatnsdropi ofan af fjallinu, ég á ekki heima í þessum dal, í þessari á, þessu lága myrka hafi með öllum þessum vatnsdropum. Svo verður heitt í veðri einn daginn og þú byrjar að gufa upp í loftið, hátt upp, hærra en nokkur fjalladropi alla leið til himna...“

Á meðan sögumaðurinn talar sér maður Phoenix í mynda-montage óþægilegra mynda hlæjandi á manískan hátt á milli mynda af ýmsu forvitnilegu sem lesendur geta kynnt sér á netheimum ef þeir komast yfir myndskeiðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Kristín M. Jóhannsdóttir: Ha?
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar