Hann er ekki kominn út úr skápnum í dag

Söngkonan Lára Rúnarsdóttir prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Monitor sem kom út í morgun. Lára gaf út sína þriðju plötu, Surprise, fyrir síðustu jól og hefur verið að fylgja henni eftir á þessu ári, meðal annars með vel heppnaðri tónleikaferð til Bretlands.

Á plötunni er að finna lagið Honey, You‘re Gay! sem hefur mikið verið spilað, en margir hafa velt fyrir sér umfjöllunarefni textans. Lára segir frá því í viðtalinu.

„Þetta er samið um fyrrverandi kærastann minn og nú verða mínir fyrrverandi bara að hugsa sinn gang,“ segir Lára, en í textanum segir frá náunga sem er augljóslega hommi en neitar að koma út úr skápnum.

„Kannski var hann bara ekkert skotinn í mér. Kannski er það skýringin,“ segir Lára. „Hann er allavega ekki kominn út úr skápnum í dag.“

Meðfylgjandi myndskeið var tekið upp við vinnslu blaðsins.

Meira í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Lára Rúnarsdóttir söngkona er að gera góða hluti.
Lára Rúnarsdóttir söngkona er að gera góða hluti. Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir