Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og eiginkona hans Elin Nordegren eru skilin. „Okkur þykir þetta leitt en hjónabandi okkar er lokið og við óskum hvort öðru alls hins besta í framtíðinni," segir í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra sem birt er á vef kylfingsins.
Þau segja að þau hafi einbeitt sér að því þegar verið var að ganga frá skilnaðinum að hagur barnanna tveggja sem þau eiga væri í fyrirrúmi.
Í yfirlýsingu sem lögmaður þeirra sendi frá sér í dag kemur fram að þau óski eftir því að fá næði svo þau geti áttað sig á breyttum fjölskylduaðstæðum.
„Á sama tíma og við erum ekki lengur hjó þá erum við foreldrar tveggja dásamlegra barna og hamingja þeirra hefur verið og verður alltaf það sem skiptir okkur bæði mestu," segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim.
„Þegar við tókum ákvörðun um að hjónabandi okkar væri lokið þá varð það sem skipti mestu í okkar vinsamlegu viðræðum að tryggja framtíð þeirra. Næstu vikur og mánuðir verða ekki auðveldar fyrir þau."