Ætlar að halda upp á sjötugsafmæli Lennons á Íslandi

John Lennon og Yoko Ono á áttunda áratug síðustu aldar.
John Lennon og Yoko Ono á áttunda áratug síðustu aldar. Reuters

Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, ætlar að halda upp á það í október að John Lennon hefði orðið sjötugur 9. október hefði hann lifað. Kveikt verður á friðarsúlunni í Viðey og Plastic Ono Band mun halda tónleika hér á landi að sögn tónlistartímaritsins Billboard.

Þá mun Ono einnig afhenda LennonOno friðarverðlaunin, sem hún hefur veitt annað hvert ár. Fjórir fá verðlaunin í ár: Josh Fox,  Michael Pollan,   Alice Walker  og Barbara Kowalcyk.

Ekki er ljóst hverjir muni skipa Plastic Ono Band á tónleikunum. Á síðasta ári gaf Yoko Ono út plötu undir þessu nafni og þá var Sean sonur hennar og Lennons meðal annars í sveitinni.

Fyrr á þessu ári komu Eric Clapton, Klaus Voorman og Jim Keltner, sem allir voru í upphaflegri útgáfu Plastic Ono Band, fram ásamt Onu í Brooklyn listasafninu ásamt Bette Midler, Scissor Sisters, Paul Simon og fleirum.

John Lennon var skotinn til bana í New York 8. desember 1980. 

Yoko Ono tók lagið í Hafnarhúsinu í október í fyrra.
Yoko Ono tók lagið í Hafnarhúsinu í október í fyrra. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir