Þýsk poppstjarna fékk skilorðsbundinn dóm

Þýska poppstjarnan Nadja Benaissa var í dag dæmd í 2 ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að smita karlmann af HIV-veirunni og einnig fyrir að hafa óvarin kynmök við tvo aðra karlmenn en þeir smituðust ekki.

Benaissa, sem er 28 ára, játaði að hafa leynt því fyrir körlum, sem hún hafði óvarin kynmök við, að hún væri HIV-smituð. Hún neitaði því hins vegar að hafa vísvitandi reynt að smita mennina.

Í réttarhöldunum í þýsku borginni Darmstadt sagðist Benaissa iðrast gerða sinna mjög.  Sagðist hún hafa haldið því leyndu, að hún væri HIV-smituð vegna þess að hún óttaðist að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir söngferil hennar. Viðurkenndi hún, að hún hefði með þessu sýnt hugleysi en hélt því jafnframt fram, að læknar hefðu sagt sér að nánast engin hætta væri á að hún smitaði aðra.

Fram kom við réttarhöldin, að Benaissa hafi fengið þær fréttir árið 1999 að hún væri HIV-smituð. Þá var hún 16 ára og komin þrjá mánuði á leið.

Benaissa var handtekin í Frankfurt í fyrra þegar hún var í þann mund að stíga á tónleikasvið. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 10 daga.

Benaissa er í þýsku kvennasöngsveitinni No Angels, sem var stofnuð árið 2000. Sveitin náði miklum vinsældum í Þýskalandi en hætti síðan um tíma. Stúlkurnar komu aftur saman árið 2007 og tóku þátt í Eurovision söngvakeppninni árið 2008 fyrir hönd Þýskalands.

Nadja Benaissa.
Nadja Benaissa. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar