Salerni Lennons seldist á 1,8 milljónir

John Lennon og Yoko Ono.
John Lennon og Yoko Ono.

Salerni, sem John Lennon notaði á sínum tíma, seldist á uppboði í dag fyrir 9500 pund, jafnvirði nærri 1,8 milljóna króna. Búist var við að þessi postulínsgripur myndi seljast á 1000 pund en áhuginn reyndist meiri en uppboðshaldararnir reiknuðu með. 

Salernið, sem er hvítt með bláu munstri, var í húsi Lennons í Tittenhurst Park á árunum milli 1969 og 1972. Þegar Lennon lét gera húsið upp sagði hann við byggingarmeistarann, John Hancock, að hann gæti tekið klósettið og notað það sem blómapott.

Hancock setti salernið í skúr við heimili sitt og þar var það óhreift í 40 ár. Hancock lést nýlega og ættingjar hans ákváðu þá að selja þennan merka safngrip.  

Á fréttavef Guardian er haft eftir uppboðshaldaranum Stephen Bailey, að áhuginn hefði verið ótrúlegur og tilboð hefðu komið hvaðanæva að úr heiminum.  

Á uppboðinu í Liverpool í dag var einnig eintak af plötunni Two Virgins, sem Lennon og Yoko Ono gáfu út árið 1968. Þegar platan kom út var hún seld í brúnum bréfpokum vegna þess að á umslaginu var mynd af þeim John og Yoko nöktum. 

Platan á uppboðinu er í mónó. Um 5000 eintök af plötunni í steríó voru seld í verslunum en einnig var hægt að panta eintök í mónó. Þeir sem vildu kaupa plöntuna þannig urðu að skrifa til plötuútgefandans. Ekki er vitað hve mörk slík eintök seldust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan