Bókin Póstkortamorðingjarnir, sem sænski rithöfundurinn Liza Marklund og bandaríski höfundurinn James Patterson skrifuðu saman, er nú í 1. sæti á vikulegum metsölulista bandaríska blaðsins New York Times.
Að sögn blaðsins Dagens Nyheter er þetta í annað skipti, sem sænskur höfundur kemur bók í 1. sæti á þessum lista, hinn er Stieg Larsson, höfundur bókanna um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander. Bók hans, Loftkastalinn sem sprakk, var í 1. sæti á listanum í síðustu viku en fór nú niður í 2. sæti.
Báðar þessar bækur hafa komið út á íslensku.