Björk fær Polarverðlaunin í dag

Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundi vegna verðlaunanna í Stokkhólmi í dag.
Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundi vegna verðlaunanna í Stokkhólmi í dag. Reuters

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og ítalska tónskáldið Ennio Morricone fá í dag afhent Polar tónlistarverðlaunin í Svíþjóð. Hægt verður að fylgjast með verðlaunaafhendingunni á netinu.

Hefst athöfnin klukkan 15:30 að íslenskum tíma og tekur eina klukkustund. Meðal annars mun sænska söngstjarnan Robyn syngja lagið Hyperballad eftir Björk í eigin útsetningu.

Stig Anderson, umboðsmaður hljómsveitarinnar ABBA stofnaði til þessara verðlauna árið 1989 með stuðningi sænsku tónlistarakademíunnar.

Fá þau Björk og Morricone 1 milljón sænskra króna hvort, rúmar 17 milljónir króna.

Morricone hefur samið tónlist fyrir rúmlega 400 kvikmyndir, þar á meðal The Good, the Bad and the Ugly.

Meðal listamanna, sem áður hafa hlotið Polarverðlaunin eru Paul McCartney, Bob Dylan, Stevie Wonder, Pink Floyd, Led Zeppelin, Dietrich Fischer-Dieskau, Miriam Makeba, Karlheinz Stockhausen, Mstislav Rostropovich og Burt Bacharach.

Hér er hægt að fylgjast með útsendingunni á netinu

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir Reuters
Ennio Morricone fær Polarverðlaun einnig í dag
Ennio Morricone fær Polarverðlaun einnig í dag Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir