Bono efni í forsætisráðherra

Bono í léttri sveiflu í Vínarborg í vikunni.
Bono í léttri sveiflu í Vínarborg í vikunni. Reuters

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, telur Bono, öðru nafni Paul Hewson, söngvara írsku stórsveitarinnar U2, hafa það til að bera sem þurfi til að vera forsætisráðherra Bretlands. Blair lýsir þessari skoðun sinni í nýrri ævisögu sinni, A Journey.

„Hann hafði óumdeilanlega eðlislægar gáfur í stjórnmálin. Hann var afar fær í að vinna með fólki, mjög greindur og gat flutt innblásnar ræður. Ég vissi að hann gæti unnið með George [W. Bush],“ segir Blair í lauslegri þýðingu um félaga sinn Bono.

Írinn hefur á síðasta áratug skipað sér á bekk á meðal þekktustu aðgerðasinna heims í mannréttindamálum og segir Blair hann búa yfir óþrjótandi löngun til að bæta sig sem einstaklingur og baráttumaður. Þar fari maður sem sé aldrei fullsáttur við það sem hann hafi áorkað.

Blair lýsti yfir aðdáun sinni á söngvaranum í samtali við breska blaðið Times fyrr á árinu og skrifar í bók sinni að Bono gæti leikandi orðið þjóðhöfðingi. 

Bók Blairs hefur runnið út sem heitar lummur.
Bók Blairs hefur runnið út sem heitar lummur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir