Mér líður eins og ég sé rétt að byrja

Björk Guðmundsdóttir og Ennio Morricone Í Stokkhólmi í vikunni.
Björk Guðmundsdóttir og Ennio Morricone Í Stokkhólmi í vikunni.

Þau hafa verið kölluð Nóbelsverðlaun tónlistarinnar, Polar-verðlaunin sænsku, og er það ekki að ósekju. Þessi verðlaun hafa nú verið veitt síðan 1992, en þá hlotnaðist Paul McCartney og Eystrasaltslöndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen heiðurinn.

Verðlaunin þykja ein þau virtustu í heiminum og er mengi þeirra sem koma til greina sem vinningshafar ansi vítt. Þeir sem verðlaunin fá eru þó alltaf þeir sem þykja hafa náð einstökum árangri innan tónlistarinnar, að með henni hafi þeir valdið nokkurs konar tímamótum í tónlistinni og rutt henni nýjar og stundum oft framandi brautir. Risar eins og Karlheinz Stockhausen og Witold Lutos{lstrok}awski hafa t.d. fengið þessi verðlaun og Bob Dylan, Ray Charles og Led Zeppelin eru þar einnig á meðal.

Í ár voru verðlaunin veitt Björk okkar Guðmundsdóttur og ítalska kvikmyndatónskáldinu Ennio Morricone, sem er hvað þekktastur fyrir tónlist sína við hina svokölluðu spagettívestra.

Hjartað á réttum stað

Björk fór út til Svíþjóðar og var viðstödd hina veigamiklu verðlaunahátíð. Karl Svíakonungur afhenti henni verðlaunin og sinfóníuhljómsveit og valdir sænskir söngvarar fluttu lög Bjarkar.

Morgunblaðið sló á þráðinn til söngkonunnar og innti hana viðbragða við þessu öllu saman. Björk lýsir því m.a. hvernig aðstandendur hátíðarinnar eru með hjartað á réttum stað þegar kemur að tónlistinni. Það eykur þá enn á hve merkilegur þessi viðburður er að Björk er yngsti tónlistarmaðurinn sem verðlaunin hefur fengið.

„Já, mér finnst það dálítið sérstakt verð ég að viðurkenna. Morricone er t.a.m. kominn yfir áttrætt. Mér finnst eins og það sé verið að verðlauna fólk fyrir ævistarfið og ég hef aldrei hugsað um minn feril sem einhverja heild. Ég bara geri þetta og þetta, og síðan geri ég þetta og þetta. Ég get ekki horft á þetta í einhverju samhengi, mér líður eins og ég sé rétt að byrja."

Nánar er rætt við Björk í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar