Söngvari hljómsveitarinnar Queen, Freddie Mercury, var um helgina valinn mesta rokkhetja allra tíma á vefnum onepoll.com.
Mercury var fæddur árið 1946 í Zansibar og stofnaði hljómsveitina Queen árið 1970 með gítarleikaranum Brian May sem er í 19.sæti listans og trommuleikaranum Roger Taylor.
Freddie seldi 300 milljón plötur á ferli sínum áður en hann lést í nóvember árið 1991. Hann sigraði í könnuninni menn á borð við Kurt Cobain, Jimi Hendrix og Robert Plant sem allir hafa verið þekktir sem miklar rokkhetjur.
Í öðru sæti varð kóngurinn Elvis Presley og í því þriðja David Bowie. Hér að neðan má sjá þær 10 rokkhetjur sem voru efstar í könnuninni.
1. Freddie Mercury
2. Elvis Presley
3. David Bowie
4. Jon Bon Jovi
5. Jimi Hendrix
6. Ozzy Osbourne
7. Kurt Cobain
8. Slash
9. Bono
10. Mick Jagger
Talsmaður onepoll.com segir að Freddie Mercury hafi haft það sem til þarf: „Röddina, ímyndina, sviðsframkomuna, bara allt!“