Gaf út 50 plötur á einum degi

Luke Haines
Luke Haines

Luke Haines gaf út 50 mismunandi útgáfur af plötu sinni, Outsider Music, á einum degi.

Plöturnar voru til sölu á vefsíðu kappans en allar 50 útgáfurnar voru teknar upp af Haines í einni samfelldri töku. Engin mistök voru klippt út úr upptökunum og í einni útgáfunni heyrist Haines fara til dyra og spjalla við blaðberann sinn í miðri töku.

Haines seldi hvert eintak á 75 bresk pund en hann segir plötuna strax uppselda. „Eftirspurnin var miklu meiri en framboðið,“ sagði tónlistarmaðurinn og óskar þeim heppnu sem nældu sér í eintak innilega til hamingju með kaupin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar