Ísmyndir Raxa í Kína

Á laugardag verður opnuð í Sjanghæ í Kína sýning á ljósmyndum Ragnars Axelssonar af ís úr Jökulsárlóni, en myndir úr þeirri myndröð þekja ytra byrði íslenska skálans á Heimssýningunni í Sjanghæ.

Ragnar hefur tekið myndir af ís úr lóninu undanfarin ár og sýna þær svipi og form sem birtast í jökunum þegar þá hefur rekið úr lóninu og út á haf og ísinn slípast í sjónum og rekur aftur á land. Ísmyndirnar eru stækkaðar upp þannig að skálinn líti út eins risavaxin ísblokk og þegar skyggja tekur myndar lýsing bak við íshuluna kynjamyndir.

Nokkrar af ísmyndum Ragnars voru sýndar í sýningarsal bókaútgáfunnar Crymogeu á Listahátíð í Reykjavík í vor, þar á meðal mynd sem sýnir einskonar Kristsmynd í ís. Einn af þeim sem komu á sýninguna var einn þekktasti listgagnrýnandi Bandaríkjanna, David D'Arcy, og um helgina birtist á Artnet umfjöllun hans um Íslandsheimsóknina, þar sem hann segir meðal annars þetta um sýningu Ragnars: „ [...] margslungin mynstrin í bráðnandi ísnum geta sýnst þokkafull líkt og æðar í viði eða laufum eða úfin eins og óstýrlátt hraun. Möguleikarnir eru óendanlegir. Og þannig er það með þessar nýju myndir RAX, þær eru einnig uppfullar af helgimyndalegum andlitsformum sem virðast líkt og birtast undan bráðnandi yfirborði íssins. [...] Eilífðin hefur aldrei sýnst jafn brothætt.“

Sýning Ragnar er í tilefni af svokölluðum þjóðardegi Íslands á Heimssýningunni og verður forseti Íslands viðstaddur opnunina, auk þess sem fleira íslenskt listafólk mun koma þar við sögu, þar á meðal Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari sem flytur m.a. verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur og Hjálmar H. Ragnarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir