Lennon minnst víða

Friðarsúlan í Viðey
Friðarsúlan í Viðey mbl.is/RAX

Fjölmargir tónlistarmenn vilja taka þátt í tónleikum sem haldnir verða þann 12. nóvember nk. þar sem John Lennon verður minnst en hann hefði orðið sjötugur þann 9. október nk. Allur ágóði af tónleikunum rennur í sjóð sem styður við bakið á friðartónleikum.

Meðal tónlistarmanna sem fram koma eru Jackson Browne, Patti Smith, Cyndi Lauper og Aimee Mann.

Á vef BBC kemur fram að tónleikarnir eru einungis einn þeirra fjölmörgu viðburða sem skipulagðir hafa verið í tengslum við afmælisdag Bítilsins en Lennon var skotinn til bana í New York þann 8. desember 1980.

Eins og ítrekað hefur komið fram mun ekkja Lennon, Yoko Ono, vera á Íslandi á fæðingardag Lennons þar sem hún mun kveikja á friðarsúlunni í Viðey og koma fram á tónleikum Yoko Ono Plastic Ono Band Háskólabíó.

Sveitin mun einnig koma fram með Lady Gaga og Iggy Pop á tónleikum í Los Angeles í október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir