Lennon minnst víða

Friðarsúlan í Viðey
Friðarsúlan í Viðey mbl.is/RAX

Fjölmargir tónlistarmenn vilja taka þátt í tónleikum sem haldnir verða þann 12. nóvember nk. þar sem John Lennon verður minnst en hann hefði orðið sjötugur þann 9. október nk. Allur ágóði af tónleikunum rennur í sjóð sem styður við bakið á friðartónleikum.

Meðal tónlistarmanna sem fram koma eru Jackson Browne, Patti Smith, Cyndi Lauper og Aimee Mann.

Á vef BBC kemur fram að tónleikarnir eru einungis einn þeirra fjölmörgu viðburða sem skipulagðir hafa verið í tengslum við afmælisdag Bítilsins en Lennon var skotinn til bana í New York þann 8. desember 1980.

Eins og ítrekað hefur komið fram mun ekkja Lennon, Yoko Ono, vera á Íslandi á fæðingardag Lennons þar sem hún mun kveikja á friðarsúlunni í Viðey og koma fram á tónleikum Yoko Ono Plastic Ono Band Háskólabíó.

Sveitin mun einnig koma fram með Lady Gaga og Iggy Pop á tónleikum í Los Angeles í október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar