Klámkynslóðin á hvíta tjaldið

Baldvin Z. og Atli Óskar
Baldvin Z. og Atli Óskar Ernir

Í unglingamyndinni Óróa, sem kemur á hvíta tjaldið í október, er ekkert skafið af hlutunum. Fyrsta stiklan úr myndinni var sett á netið á dögunum en þar heyrist meðal annars í unglingum ræða kynlífsathafnir sem hugsanlega gætu látið eldri áhorfendum svelgjast á.

Leikstjóri myndarinnar, Baldvin Z. segir í viðtali við Monitor í dag að markmiðið með myndinni sé ekki að sjokkera fólk. „Ég vildi bara hafa þetta raunverulegt. Unglingar eru að gera alla þessu hluti. Ég er ekki að hvetja til unglingadrykkju eða neins slíks en við dettum inn í þennan harða raunveruleika í myndinni,“ segir Baldvin.

Baldvin segist hafa miðað við að mynd fyrir fullorðna með unglingum í. Hann viðurkennir að þótt hlutirnir hafi verið svipaðir þegar hann var á sínu léttasta skeiði á tíunda áratugnum hafi leikararnir aðstoðað við að laga handritið að unglingum í dag. 

Einn af aðalleikurum myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, sem er 18 ára, telur að lokaútkoman sé nokkuð nálægt raunveruleikanum. „Í byrjun var svolítið af orðum sem ungt fólk í dag er kannski ekki mikið að nota þannig að við hjálpuðum mikið við að leiðrétta allskonar frasa sem okkur fannst kjánalegir,“ segir Atli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan