Lífið í Hvíta húsinu „hreint helvíti"

Þeim Michelle Obama og Cörlu Bruni-Sarkozy er orðið vel til …
Þeim Michelle Obama og Cörlu Bruni-Sarkozy er orðið vel til vina. Reuters

Höfundur nýrrar bókar um Cörlu Bruni, forsetafrú Frakklands, segist standa við það sem þar kemur fram, að Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hafi trúað Bruni fyrir því að lífið í Hvíta húsinu væri hreint „helvíti".

Bæði Hvíta húsið og franska sendiráðið í Washington hafa fullyrt, að ekkert sé hæft í þessu.

Yves Derai, annar höfundur bókarinnar Carla og hinn framagjarni, sagði í dag að  hann og meðhöfnundurinn Micael Darmon stæðu við þennan kafla í bókinni en þar er fjallað um kvöldverðarboð 31. mars þar sem forsetafrúrnar eru sagðar hafa átt þessar samræður. Derai viðurkenndi þó, að sennilega hafi Michelle verið að gera að gamni sínu.

„Við stöndum við þessa frásögn en ég held að Bandaríkjamenn séu að oftúlka hana. Þetta voru samræður í gamansömum tóni. Þetta var óformlegur kvöldverður," sagði Derai, sem neitaði að upplýsa hvaðan upplýsingarnar um kvöldverðinn væru fengnar.  

Mál þetta hefur valdið uppnámi í Washington eftir að vefsíðan Drudgereport setti tengil á frétt á vef breska blaðsins Daily Mail um meintar samræður forsetafrúnna.  

Franska sendiráðið tilkynnti, að Carla Bruni-Sarkozy kannaðist ekki við að Michelle Obama hefði notað þessi orð. Robert Gibbs, talsmaður Hvíta húsið, vísaði á yfirlýsingu franska sendiráðsins á Twittervef sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar