Susan Boyle í heimsmetabókina

Susan Boyle.
Susan Boyle. SCANPIX DENMARK

Skoska söngkonan Susan Boyle hefur sett þrjú met sem skráð verða í heimsmetabók Guinness. Aldrei áður hefur kona gefið út disk í Bretlandi sem hefur selst eins hratt og diskurinn, I Dreamed A Dream.

Diskurinn er einnig sá diskur sem hefur selst í flestum eintökum fyrstu vikuna sem hann er í sölu. Boyle einnig elsta manneskjan sem hefur komist á toppinn, en hún er 48 ára gömul. Fyrra met átti Jane McDonald sem var 35 ára þegar hún komst á toppinn árið 1998.

Boyle skaust upp á stjörnuhiminn þegar hún kom fram í hæfileikakeppni í ITV-sjónvarpsstöðinni.  Hún segir að það sé sér sérstakur heiður að vera skráð í heimsmetabókina. Hún segir að þegar hún var lítil stúlka hafi hún lesið bókina og þá hafi hún ekki látið sig dreyma um að nafn hennar yrði þar einhvern tíman að finna.

I Dreamed A Dream seldist í 411,820 eintökum fyrstu vikuna eftir að hann kom út. Það er um 50 þúsund fleiri eintök en fyrri methafi státaði af sem var Arctic Monkeys.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan