Fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, mun gefa út endurminningar sínar í janúar og heitir útgefandi bókarinnar því að Rumsfeld láti allt flakka í bókinni. Rumsfeld var einn helsti stuðningsmaður árásarinnar á Írak árið 2002 og væntanlega mun Íraksstríðið taka töluvert pláss á síðum bókarinnar.
Útgefandinn heitir því jafnframt að samhliða útgáfu bókarinnar verði vefsvæði sett á laggirnar þar sem þúsundir skjala verði vistuð sem tengjast Rumsfeld. Allur ágóði af sölu bókarninnar mun renna í sjóði fyrrverandi hermanna.
Bókin, Known and Unknown, fjallar um ævi Rumsfeld og alls konar mál sem komu inn á hans borð, bæði í starfi og persónulega. Má þar nefna ásakanir um misþyrmingar fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak og mannréttindabrot í fangabúðum Bandaríkjastjórnar við Guantánamoflóa á Kúbu.