Spassky fékk heilablóðfall

Boris Spassky og Friðrik Ólafsson að tafli.
Boris Spassky og Friðrik Ólafsson að tafli. mbl.is/Ómar

Skákmaðurinn Boris Spassky, sem tefldi heimsmeistaraeinvígið við Bobby Fischer í Reykjavík árið 1972, er sagður þungt haldinn af völdum heilablóðfalls.

Fram kemur á skákvefnum chessbase, að Spassky sé á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hafa fengið heilablóðfall í íbúð sinni í borginni. Er Spassky sagður alvarlega veikur og lamaður vinstra megin.

Spassky er 73 ára gamall. Hann hefur oft komið hingað til lands eftir að hann tefldi einvígið við Fischer, bæði til að tefla og einnig til að taka þátt í málþingum og ýmsum viðburðum.

Spassky fékk einnig heilablóðfall í október 2006 þegar hann var að flytja fyrirlestur í San Francisco. Hann náði sér hins vegar að fullu og hefur teflt kappskákir síðan.  

Spassky var heimsmeistari í skák á árunum  1969 til 1972. Hann hefur undanfarna áratugi verið búsettur í Frakklandi og er franskur ríkisborgari. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir