Grín í Bandaríkjaþingi

Bandaríski grínistinn Stephen Colberg mætti í bandaríska þinghúsið í Washington í dag og bar vitni fyrir þingnefnd um farandverkamenn og innflytjendamál.  Lýsti Colberg því þegar hann starfaði við það í sumar í einn dag að tína grænmeti ásamt erlendum farandverkamönnum.

„Ég verð að viðurkenna að ég hóf störf fullur fordóma um störf farandverkamanna. En eftir að hafa unnið með þeim í brennandi sólskininu verð ég að segja - og ég meina það - ekki neyða mig til að gera þetta aftur. Þetta er afar, afar erfið vinna," sagði Colbert, greinilega í hlutverki ýkts erkiíhaldsmanns, sem hann leikur jafnan á Comedy Central.  

Hann útskýrði hvers vegna hann væri á móti farandverkamönnum: „Þetta er Ameríka. Ég vil ekki tómat sem Mexíkói hefur tínt. Ég við að Bandaríkjamaður tíni tómatinn, og síðan skeri Gvatemalamaður hann í sneiðar og Venesúelamaður beri hann fram í heilsurækt þar sem Chilemaður kemur með Brasilíumann handa mér." 

Eftir að hafa grínast um stund varð Colbert skyndilega alvarlegur og sagðist bera hag farandverkamanna mjög fyrir brjósti.

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi var ekki skemmt vegna þessarar frammistöðu grínistans og sögðu framburð hans fyrir þingnefndinni hafa verið sóun á skattpeningum og vanvirðingu við þingið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar