Fundu málverk metið á milljarða

Ángeles González-Sinde skoðar málverkið.
Ángeles González-Sinde skoðar málverkið. Reuters

Spænskir forverðir hafa upplýst, að áður óþekkt málverk eftir flæmska málarann Pieter Bruegel hafi fundist á Spáni. Aðeins er vitað um fjörutíu verk eftir Bruegel, sem var uppi á 16. öld og hefur þessi málverkafundur vakið mikla athygli í listaheiminum.

Málverkið var í eigu spænskt einkasafns sem vildi selja það. Eigendurnir komu með málverkið til Prado listasafnsins í Madríd til að láta hreinsa það. Þegar sérfræðingar Prado fóru að fást við verkið vaknaði grunur um að það væri eftir Bruegel og eftir nokkurra mánaða vinnu kom undirskrift málarans í ljós á málverkinu.

Verkið sýnir um 100 manns á vínsmökkunarhátíð í Hollandi en Bruegel málað einkum myndir af lífinu í hollenskum sveitum.

„Þetta er merkilegum viðburður. Það er ólíklegt að annað verk eftir Bruegel muni finnast undir svipuðum kringumstæðum," sagði  Ángeles González-Sinde, menningarmálaráðherra Spánar, við Reutersfréttastofuna.

Prado listasafnið á nú í samningaviðræðum um að kaupa málverkið en vill ekki upplýsa hvað það er tilbúið að greiða. Spænska blaðið  El Pais, sagði að safnið kynni að greiða allt að 7 milljónir evra, jafnvirði 1,1 milljarðs króna, en á opnum markaði kynni það að seljast á allt að 25 milljónir evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup