Julia Roberts: Erfitt að leika raunverulegt fólk

Julia Roberts er heimakær.
Julia Roberts er heimakær. Reuters

Leikkonan Julia Roberts segist vera mun hræddari við að taka að sér að túlka raunverulegt fólk en skáldsagnapersónur í kvikmyndum sínum. Hin 42 ára gamla Roberts er ein af hæfileikaríkustu stjörnum Hollywood og hefur nokkrum sinnum farið með hlutverk raunverulegra persóna eins og til dæmis í kvikmyndinni Erin Brockovich og nýverið í kvikmyndinni Borða, biðja, elska eftir samnefndri bók.

Julia fékk Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á hinni ákveðnu Erin Brockovich árið 2000 og í nýjustu mynd sinni leikur hún rithöfundinn Elizabeth Gilbert en myndin er gerð eftir bók Gilbert.

Julia segir það alltaf erfitt að túlka raunverulegt fólk því þá hafi fólk samanburð við hina raunverulegu persónu. „Það er frekar ógnvænlegt, mikil ábyrgð. Þú vilt draga fram allt það besta í persónunni og bera virðingu fyrir eiginleikum hennar.“

Í kvikmyndinni Borða, biðja, elska ferðast persóna Roberts um heiminn og kemur við á Ítalíu, í Indlandi og Balí í ferð sjálfsuppgötvunar sem endar með því að hún finnur ástina í Brasilíu en sá heppni er leikinn af hinum þokkafulla Spánverja Javier Bardem. 

Þrátt fyrir að hafa heimsótt alla þessa staði við tökur á myndinni segir Julia engan þeirra jafnast á við Bandaríkin þar sem hún býr með eiginmanni sínum, Daniel Moder, og börnum þeirra þremur. „Mér finnst besta að vera heima,“ sagði Julia þegar blaðamaður spurði hana hvert hún vildi helst fara í frí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar