Rose eldri látin

Gloria Stuart er látin hundrað ára að aldri.
Gloria Stuart er látin hundrað ára að aldri. Reuters

Gloria Stuart, leikkonan sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem eldri útgáfu persónu Kate Winslet í stórmyndinni Títanik, er látin hundrað ára að aldri.

Að sögn fjölskyldu hennar lést Stuart á heimili sínu í Los Angeles á sunnudag. Hún greindist með lungnakrabbamein fyrir fimm árum en áður hafði hún sigrast á brjóstakrabbameini. „Hún var mjög sterk kona,“ sagði dóttir hennar við Los Angeles Times.

Stuart hóf leikferilinn á fjórða áratug síðustu aldar en tók sér langt hlé frá kvikmyndaleik allt til áttunda áratugarins. Það var hins vegar hlutverk hennar í Títanik sem gerði hana heimsfræga.

87 ára gömul var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem hin 101 árs gamla Rose Calvert sem rifjar upp minningar sínar um ástarsamband sitt við persónu Leonardos DiCaprios þegar Títanik sökk.

„Ég vissi að þetta væri hlutverkið sem ég hafði viljað og beðið eftir í öll þessi ár. Ég fann bragðið af hlutverki Rose eldri!“ sagði Stuart í sjálfsævisögu sinni árið 1999.






mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir