Fegurðardrottning í mínútu

Fyrirsætan Kelsey Martinovich.
Fyrirsætan Kelsey Martinovich.

Hún brosti í gegn­um tár­in ástr­alska stúlk­an Kels­ey Mart­in­ovich þegar kynn­ir þátt­ar­ins Austr­alia's next top model lýsti hana sig­ur­veg­ara eft­ir langa og stranga keppni. Kynn­ir­inn, Sara Mur­doch, fékk svo í mag­ann er hún áttaði sig á því að Mart­in­ovich hafði ekki unnið.

Mart­in­ovich faðmaði vini og skyld­menni á sviðinu enda hafði draum­ur ræst. Frægð og frami fyr­ir­sæt­unn­ar hand­an við hornið.

Á ör­skots­stundu breytt­ist sig­ur­gleðin í ör­vænt­ingu þess sem veit ekki hvaðan á sig stend­ur veðrið. Mart­in­ovich varð að sætta sig við að Am­anda Ware, sem er 18 ára og ári yngri en hún, hafði unnið. 

„Guð minn góður. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Mur­doch fyr­ir fram­an um 2.000 manns sem fylgd­ust með keppn­inni í Syd­ney.

Sig­ur­veg­ar­inn fær veg­leg verðlaun og vegna mistaka Söru, sem er gift Lachl­an, syni fjöl­miðla­kóngs­ins, Rupert, var Mart­in­ovich bætt klúðrið með sára­bót, um 2,2 millj­ón­um í reiðufé og ferð til New York.

Allt er gott sem end­ar vel og gæti Mart­in­ovich notið góðs af klúðrinu þegar upp er staðið enda at­vikið vakið heims­at­hygli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir