Íslenskir tvífarar Justin Bieber njóta kvenhylli

Tvíburarnir Jóhannes og Steinn Þorkelssynir hófu nám í Verzló í haust og hefur hálfgert fár ríkt í skólanum síðan. Strákarnir þykja nefnilega sláandi líkir söngvaranum og hjartaknúsaranum Justin Bieber.

„Við fengum fyrst að heyra þetta fyrir svona einu ári,“ segir Steinn og segir athyglina hafa aukist eftir því sem vinsældir Justin Bieber vaxa hér á landi. „Ég lendi oft í því að fólk byrjar að syngja lög með Justin Bieber þegar það sér mig,“ segir Jóhannes. Strákarnir eru fæddir 1994, sama ár og Bieber sjálfur.

Þeir neita því að þeir geri í því að líkjast söngvaranum. „Við höfum verið með þessa hárgreiðslu frá því við vorum litlir strákar,“ segir Jóhannes en hár strákanna er ein helsta ástæða þess að þeim er líkt við Justin Bieber. „Þetta er ekki viljandi gert, við erum ekki einu sinni miklir aðdáendur hans,“ segir Steinn.

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Bieburarnir Jóhannes og Steinn.
Bieburarnir Jóhannes og Steinn. Allan Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar