Segir konur þurfa að hætta í mömmuleik

Erpur gerir ekki mikið af því að kúra.
Erpur gerir ekki mikið af því að kúra. Ernir Eyjólfsson

„Kerlingar eru mikli sniðugri, fallegri og æðislegri en karlmenn, en það er bara svo mikið bull í þeim,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson í nýjasta tölublaði Monitor þegar hann er spurður hvers vegna hann á ekki kærustu.

„Þær halda að þær þurfi að vera mömmur alla ævi og segja manni fyrir verkum. Ég á nú þegar mömmu. Það er ein mamma sem segir mér fyrir verkum og ég hlusta á hana. Ég nenni ekki að fá nýja mömmu inn á heimilið,“ segir Erpur.

Hann segir að starfs síns vegna sé mikilvægt fyrir sig að fá að stýra sínum tíma alveg sjálfur og vera frjáls. „Í svona bransa eins og ég er í þarf ég að spila mikið og hef óreglulegan vinnutíma. Þetta er eitthvað sem fáar kerlingar eru tilbúnar að samþykkja. En kerlingar eru æðislegar. Þær verða bara að bíða eftir því að eignast börn áður en þær fara í mömmuleik.“

Hann segir að í þau skipti sem hann hefur verið í sambandi hafi hann tekið því mjög alvarlega, þótt hann sé ekki mikið fyrir að kúra. „Ég fer ekki oft í samband, en ég tek það mjög alvarlega þegar ég geri það. En ég er náttúrulega ekki að kúra mikið.“

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka