Innblásinn af innblæstri

Loncke lætur dansinn duna í íslenskri náttúru. Úr myndskeiðinu.
Loncke lætur dansinn duna í íslenskri náttúru. Úr myndskeiðinu.

Belgíski göngugarpurinn Louis Philippe Loncke, sem í sumar gekk einn síns liðs yfir landið á 19 dögum, hefur birt myndskeið frá ferðalaginu, þar sem hann gerir góðlátlegt grín að kynningarmyndbandi Inspired by Iceland.

Loncke vildi með gönguferðinni rannsaka hvernig líkaminn bregðist við erfiðum aðstæðum, en á leiðinni þurfti Belginn að ganga yfir nánast allar tegundir af landslagi, klífa fjöll og jökla og vaða ár. Belginn fékk enga aðstoð á leiðinni og bar allar vistir með sér. Þess á milli sprellaði hann fyrir framan myndatökuvélina. 

Nú hyggst Loncke endurtaka leikinn og vill ganga yfir landið að vetrarlagi, og hann stefnir á að gera það í janúar eða febrúar.

Greint er frá þessu á vef Icenews.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka