Innblásinn af innblæstri

Loncke lætur dansinn duna í íslenskri náttúru. Úr myndskeiðinu.
Loncke lætur dansinn duna í íslenskri náttúru. Úr myndskeiðinu.

Belg­íski göngugarp­ur­inn Lou­is Phil­ippe Loncke, sem í sum­ar gekk einn síns liðs yfir landið á 19 dög­um, hef­ur birt mynd­skeið frá ferðalag­inu, þar sem hann ger­ir góðlát­legt grín að kynn­ing­ar­mynd­bandi Inspired by Ice­land.

Loncke vildi með göngu­ferðinni rann­saka hvernig lík­am­inn bregðist við erfiðum aðstæðum, en á leiðinni þurfti Belg­inn að ganga yfir nán­ast all­ar teg­und­ir af lands­lagi, klífa fjöll og jökla og vaða ár. Belg­inn fékk enga aðstoð á leiðinni og bar all­ar vist­ir með sér. Þess á milli sprellaði hann fyr­ir fram­an mynda­töku­vél­ina. 

Nú hyggst Loncke end­ur­taka leik­inn og vill ganga yfir landið að vetr­ar­lagi, og hann stefn­ir á að gera það í janú­ar eða fe­brú­ar.

Greint er frá þessu á vef Icenews.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason