Celine Dion á sjúkrahúsi

Celine Dion.
Celine Dion. Reuters

Kanadíska söngkonan Celine Dion hefur verið flutt á sjúkrahús til að koma í veg fyrir að börnin tvö sem hún gengur með fæðist fyrir tímann.

Celine Dion, sem er 42 ára gömul, var lögð inn á St.Mary's læknastöðina á West Palm Beach í Flórída og er hún nú undir eftirliti lækna.

Dion og eiginmaður hennar, Rene Angelil, sem er 68 ára, eiga fyrir níu ára son, en söngkonan á að hafa gengist undir 6 frjósemisaðgerðir í þeirri von að verða þunguð.

Talsmenn læknamiðstöðvarinnar verjast nú sögusögnum um sérstakar óskir Dion, en hún á m.a. að hafa valið sér dagsetningu á keisaraskurði í októbermánuði.


Celine Dion ásamt Rene Angelil, eiginmanni sínum.
Celine Dion ásamt Rene Angelil, eiginmanni sínum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup