Bókin Lömbin þagna eftir Thomas Harris var kosin mest ógnvekjandi bók allra tíma af tvöþúsund lesendum.
Skáldsagan ógnvænlega sem segir frá mannæturaðmorðingjanum Hannibal Lecter sigraði í kosningunni sígildar bækur á borð við Drakúla í kosningunni.
Skáldsagan sló í gegn er hún kom út og kvikmyndin sem gerð var eftir bókinni með Anthony Hopkins í aðalhlutverki þykir með bestu hryllingsmyndum sögunnar.
Í öðru sæti varð bókin Drakúla eftir Bram Stoker og í því þriðja The Shining eftir Stephen King.
„Niðurstöðurnar sýna að góður tryllir fer ekki úr tísku og stendur fyrir sínu,“ sagði talsmaður síðunnar Lovereading.com sem stóð fyrir könnuninni.