Randy og Evi Quaid sækja um hæli í Kanada

Randy Quaid og frú voru handtekin í síðustu viku.
Randy Quaid og frú voru handtekin í síðustu viku. Reuters

Hjónin Randy og Evi Quaid hafa sótt um hæli í Kanada en þau segjast sæta ofsóknum í Bandaríkjunum. Þau voru handtekin Vancouver á fimmtudag á grundvelli bandarískrar handtökuskipunar, sem var gefin út í síðustu viku eftir að hjónin mættu ekki í réttarsal.

„Við teljum að líf okkar séu í hættu,“ sagði Evi Quaid við innflytjendadómara.

Lögmaður hjónanna hefur sýnt fjölmiðlum handskrifaða yfirlýsingu þar sem Randy og Evi Quaid segjast sækja um hæli til að flýja ofsóknir í Hollywood.

Í síðasta mánuði voru hjónin ákærð af lögreglu fyrir að dvelja með ólögmætum hætti á fyrrum heimili sínu í Santa Barbara í Kaliforníu. Þau eru sökuð um að hafa valdið spjöllum í húsnæðinu.

Handtökuskipun var gefin út þegar þau mættu ekki fyrir dómara sl. mánudag til að svara til saka.

Þau eru ekki lengur í haldi lögreglu í Kanada og er búist við því að þau mæti fyrir dómara í næstu viku.

Lögmaður hjónanna sýnir handskrifaða yfirlýsingu þar sem Randy og Evi …
Lögmaður hjónanna sýnir handskrifaða yfirlýsingu þar sem Randy og Evi Quaid óska eftir hælisvist í Kanada. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup