Heimsmeistarar í vímu?

Ferenc Puskas, stjarna Ungverja sem töpuðu fyrir Þjóðverjum 1954.
Ferenc Puskas, stjarna Ungverja sem töpuðu fyrir Þjóðverjum 1954.

Talið er að þýska landsliðið, sem vann heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 1954, hafi verið undir áhrifum metamfetamíns í úrslitaleiknum við Ungverja, sem fór fram í Berne í Sviss og Þjóðverjar unnu 3:2. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.

Ungverjar, með stórstjörnuna Ferenc Puskas í fararbroddi, komust í 2:0 en Þjóðverjar gáfust ekki upp og Helmut Rahn skoraði sigurmarkið á 84. mínútu. 

Í rannsókninni, sem gerð var á vegum háskólans í Leipzig og þýsku ólympíunefndarinnar, kemur fram að þýska liðið hafi fengið sprautur fyrir leikinn. Var leikmönnum sagt að verið væri að sprauta þá með C-vítamíni en í raun hafi þeir fengið metamfetamín, örvandi lyf sem þýskum hermönnum var oft gefið meðan á síðari heimsstyrjöld stóð.  

Í skýrslunni kemur fram, að þýskir íþróttamenn hafi fengið örvandi lyf allt frá árinu 1949.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir