Elton John: Get ekki keppt við Lady GaGa

Sir Elton John er lifandi goðsögn.
Sir Elton John er lifandi goðsögn. Reuters

Sir Elton John er einn af farsælustu lagahöfundum heims en segist hættur að gefa út lög. Hann segist ekki getakeppt við nýja tónlistarmenn eins og til dæmis söngkonuna Lady GaGa.

Hinn 63 ára gamli Elton John hefur samið slagara á borð við Rocket Man, Your Song og marga fleiri en vill nú aðeins vinna í litlum hliðarverkefnum.

Í viðtali við tímaritið GQ segist hann ekki vilja vera á MTV lengur. „Ég er 63 ára gamall og ætla ekki að keppa við Lady GaGa,“ segir hann í viðtalinu en hann og GaGa sungu einmitt saman í febrúar síðastliðnum á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup