Skóli í Stornoway í Skotlandi hefur nú brugðið á það ráð að byggja einskonar búr fyrir einhverfan strák sem gengur í skólann til að tryggja að hann gæti farið út og fengið sér ferskt loft eins og hinir nemendurnir.
Strákurinn er 18 ára gamall og er einn í tímum sex klukkutíma á dag. Skólinn vildi að hann fengi útivistartíma eins og hinir svo brugðið var á það ráð að byggja girðingu á skólalóðinni fyrir hann.
„Við reynum að hugsa sem best um nemendur okkar,“ sagði talsmaður stofnunarinnar í viðtali eftir að háværar gagnrýnisraddir höfðu heyrst um byggingu girðingarinnar. „Þetta var kannski vanhugsað og við ætlum að reyna að finna betri lausn fyrir drenginn.“