Lil Wayne laus úr fangelsi

Bandaríski rapparinn Lil Wayne hefur verið látinn laus úr Rikers Island fangelsinu í New York eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Var hann dæmdur í eins árs fangelsi í mars fyrir ólöglegan vopnaburð en látinn laus fyrr vegna góðrar hegðunar. 

Lil Wayne fékk fern Grammy-verðlaun á síðasta ári og hefur selt plötur í bílförnum. Að sögn umboðsmanns Wayne ætlar hann að fara til Miami þar sem hann á heima, samkvæmt frétt á vef BBC.

Lil Wayne, sem er 28 ára  og heitir réttu nafni Dwayne Michael Carter Jr., játaði í október í fyrra að hafa verið með skammbyssu í fórum sínum án leyfis. Byssan fannst í rútu, em hann notaði á tónleikaferð. 

Nýjasti diskur Wayne, I Am Not a Human Being, fór strax í efsta sæti sölulista í september eftir að hann var gefinn út. Hann er fyrsti listamaðurinn í fimmtán ár sem nær því að fara í efsta sæti Billboard 200 listans á meðan viðkomandi situr í fangelsi.

Rapparinn nýtur gríðarlegrar hylli vestanhafs og viðurkenndi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, nýlega að hann væri með tónlist rapparans í MP3 spilara sínum.

Lil Wayne leiddur í handjárnum út úr dómhúsinu í mars.
Lil Wayne leiddur í handjárnum út úr dómhúsinu í mars. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir