Lil Wayne laus úr fangelsi

00:00
00:00

Banda­ríski rapp­ar­inn Lil Wayne hef­ur verið lát­inn laus úr Rikers Is­land fang­els­inu í New York eft­ir að hafa setið inni í átta mánuði. Var hann dæmd­ur í eins árs fang­elsi í mars fyr­ir ólög­leg­an vopna­b­urð en lát­inn laus fyrr vegna góðrar hegðunar. 

Lil Wayne fékk fern Grammy-verðlaun á síðasta ári og hef­ur selt plöt­ur í bíl­förn­um. Að sögn umboðsmanns Wayne ætl­ar hann að fara til Miami þar sem hann á heima, sam­kvæmt frétt á vef BBC.

Lil Wayne, sem er 28 ára  og heit­ir réttu nafni Dwayne Michael Cart­er Jr., játaði í októ­ber í fyrra að hafa verið með skamm­byssu í fór­um sín­um án leyf­is. Byss­an fannst í rútu, em hann notaði á tón­leika­ferð. 

Nýj­asti disk­ur Wayne, I Am Not a Hum­an Being, fór strax í efsta sæti sölu­lista í sept­em­ber eft­ir að hann var gef­inn út. Hann er fyrsti listamaður­inn í fimmtán ár sem nær því að fara í efsta sæti Bill­bo­ard 200 list­ans á meðan viðkom­andi sit­ur í fang­elsi.

Rapp­ar­inn nýt­ur gríðarlegr­ar hylli vest­an­hafs og viður­kenndi for­seti Banda­ríkj­anna, Barack Obama, ný­lega að hann væri með tónlist rapp­ar­ans í MP3 spil­ara sín­um.

Lil Wayne leiddur í handjárnum út úr dómhúsinu í mars.
Lil Wayne leidd­ur í hand­járn­um út úr dóm­hús­inu í mars. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir