Óttast að verða konan sem Svíar hata

Camilla Henemark er þekkt söng- og leikkona í Svíþjóð.
Camilla Henemark er þekkt söng- og leikkona í Svíþjóð.

Sænska söngkonan Camilla Henemark segist í blaðaviðtali óttast, að verða sú kona sem flestir Svíar hata en upplýst var í nýrri bók um einkalíf Karls Gústafs Svíakonungs í síðustu viku, að hann og Henemark hefðu átt í rúmlega árs löngu ástarsambandi á tíunda áratug síðustu aldar.

Henemark sagðist í viðtali við sænska blaðið Expressen í gær hafa lesið bókina en fullyrðir að hún tengist henni ekkert og hafi ekki fengið greitt fyrir að ræða við höfundana. 

„Enginn veltir því fyrir sér hvernig mér líði," segir Henemark. „Ætli ég endi ekki á að verða hataðasta konan í Svíþjóð."

Í bókinni er fullyrt, að Svíakonungur hafi átt í fjölda ástarævintýra. Henemark er eina konan, sem komið hefur fram undir nafni. Sænsk blöð hafa rætt við aðrar konur, sem segjast hafa átt í lengra eða skemmra sambandi við konung en nöfn þeirra eru ekki birt.

Traustið er gufað upp

„Nektarstaðir, ólöglegir skemmtistaðir, konur sem eru leigðar út og eru naktar undir loðkápum. Konur voru einfaldlega eftirréttur, bornar fram eins og sætindi með kaffinu,“ skrifar sænska blaðakonan Katrine Kielos í viðhorfsskrifum í Aftonbladet, einu útbreiddasta dagblaði Svíþjóðar, um uppljóstranir í nýrri bók um ævi Karls Gútafs XVI. Svíakonungs.

Stjórnmálaskýrandinn Jenny Madestam telur stöðu sænsku konungsfjölskyldunnar hafa breyst.

„Það hefur alltaf verið litið á konungsfjölskylduna sem göfuga og dásamlega fjölskyldu. En þessar ásakanir eru svo alvarlegar að traust okkar á henni hefur beðið mikinn skaða. Kóngurinn neitar þeim ekki einu sinni.“

Skömmu eftir að bókin kom út gaf Karl Gústaf færi á viðtölum við tugi blaðamanna er hann sneri úr elgsveiðum í Hunneberg í suðurhluta Svíþjóðar á fimmtudag, skref sem Paul Ronge, sérfræðingur í almannatengslum, telur hafa verið ígildi „rússneskrar rúllettu“.

„Líta má á yfirlýsingu hans sem játningu. Það er fyrir neðan hans virðingu að svo mikið sem tjá sig um slúðurbók um einkalíf sitt. Núna er tappinn úr flöskunni og blöðin geta prentað blaðsíðu eftir blaðsíðu með efni úr bókinni,“ skrifar Ronge.

Þrátt fyrir fjaðrafokið virðist staða kóngsins nokkuð sterk. Þannig segja yfir 80% aðspurðra í skoðanakönnun að málið hafi ekki áhrif á afstöðu þeirra til hans. Þá telur um helmingur Svía að blaðamenn eigi ekki að hnýsast í einkalíf kóngsins.

Karl Gústaf, Svíakonungur, ræðir við blaðamenn í Svíþjóð eftir að …
Karl Gústaf, Svíakonungur, ræðir við blaðamenn í Svíþjóð eftir að bókin kom út. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka