Gnarr frumsýndur

Gaukur Úlfarsson og Jón Gnarr voru meðal forsýningargesta í gær.
Gaukur Úlfarsson og Jón Gnarr voru meðal forsýningargesta í gær. mbl.is/Kristinn

Kvikmyndin Gnarr, eftir Gauk Úlfarsson, var frumsýnd í Sambíóunum í  kvöld. Myndin fjallar um aðdraganda þess, að Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur í vor en Gaukur fylgdist með Jóni í kosningabaráttunni í vor og viðræðunum um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Gaukur Úlfarsson er líklega þekktastur sem höfundur eða leikstjóri sjónvarpsþáttanna um glamúrgelluna og dekurdýrið Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva Erlendsdóttir túlkaði með eftirminnilegum hætti.

1. júní sl. var haft eftir Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, að kjósendur í borgarstjórnarkosningunum hefðu verið haldnir „Silvíu Nætur-heilkenni“ og að mynd Gauks um Jón Gnarr yrði heimskvikmynd um það þegar aulinn tæki borg og yrði borgarstjóri.

Í samtali við Morgunblaðið degi síðar gaf Gaukur lítið fyrir þessi orð Guðna, sagði alrangt að myndin yrði í líkingu við þáttaraðirnar um Silvíu. „Ég held að þetta sé dálítið þessi gamli hugsunarháttur, að ekkert sé hreint og beint, en það er bara alls ekkert þannig. Þó svo að ég hafi einhverntímann gert mjög grófan og pönkaðan þátt þá er ekkert þar með sagt að ég geri alltaf eitthvað þannig,“ sagði Gaukur m.a.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir