Bush sakaður um ritstuld

George W. Bush ræðir við sjónvarpsmanninn Matt Lauer um bók …
George W. Bush ræðir við sjónvarpsmanninn Matt Lauer um bók sína. Reuters

George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, ferðast nú um Bandaríkin til að kynna nýja sjálfsævisögu sína, Decision Point. Ýmislegt í bókinni hefur vakið upp deilur, þar á meðal sú játning Bush að hann hafi heimilað leyniþjónustunni CIA að beita vatnspyntingum. En nú hafa komið upp deilur af öðru tagi því Bush er sakaður um stórfelldan ritstuld. 

Blaðamaðurinn Ryan Grim, sem stafar á netblaðinu Huffington Post, segist hafa saumfarið bókina og komist að þeirri niðurstöðu að á 16 stöðum hafi Bush fengið lánað frá öðrum höfundum, sem hafa skrifað bækur eða blaðagreinar.  „Hann er of latur til að skrifa eigin endurminningar," segir Grim.

Grim segir, að lýsingar Bush á atviki í Írak árið 2004 sé nánast samhljóða lýsingu Tommy Franks, fyrrverandi hershöfðingja, í sinni  ævisögu á sama atviki.

Þá segir Grim, að ýmislegt í ævisögu Bush minni mjög á kafla í bókum bandaríska blaðamannsins Bobs Woodwards um ríkisstjórn Bush. Því vísar Woodward raunar á bug og segir í grein, sem hann birti á vefnum Politico, að gagnrýnin á Bush sé ekki réttmæt.

Rétt sé að margt sé líkt með lýsingum í bókum hans og því sem Bush og fleiri hafi skrifað en það sé eðlilegt þar sem verið sé að fjalla um sömu atburði.

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var einnig sakaður um ritstuld í nýútkominni ævisögu sinni, A Journey. Meðal annars var fullyrt að hann hefði notað samtöl úr kvikmyndinni The Queen þar sem fjallað var um samband hands og Elísabetar Englandsdrottningar. Blair sagðist hins vegar aldrei hafa séð þá kvikmynd.   

Grein Ryan Grim

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir