Bíógaldur Potters

Nýjasta kvikmyndin um Harry Potter er vinsælasta kvikmyndin í norður-amerískum kvikmyndahúsum þessa helgina. Skv. bráðabirgðatölum hefur hún alls þénað 125,1 milljón dala.

Fyrri hluti ævintýramyndarinnar, sem heitir á frummálinu Harry Potter and the Deathly Hallows, þénaði 205 milljónir dala á heimsvísu og hefur hún því alls náð að hala inn hvorki meira né minna en 330 milljónir dala um helgina, en hún var frumsýnd á föstudag.

Teiknimyndin Megamind, sem hefur vermt efsta sætið sl. tvær helgar, féll í annað sæti. Hún þénaði 16,2 milljónir dala, og hefur alls þénað 109,5 milljónir dala á þremur viku.

Spennumyndin The Next Three days með Russell Crowe í aðhlutverki stóð ekki undir væntingum. Myndin var frumsýnd um helgina og hafnaði hún í fimmta sæti með 6,8 milljónir dala.

Tíu vinsælustu myndirnar skv. bráðabirgðatölum

  1. Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1, 125,1 milljón dala
  2. Megamind, 16,2 milljónir dala
  3. Unstoppable, 13,1 milljón dala
  4. Due Date, 9,2 milljónir dala
  5. The Next Three Days, 6,8 milljónir dala
  6. Morning Glory, 5,2 milljónir dala
  7. Skyline, 3,4 milljónir dala
  8. Red, 2,5 milljónir dala
  9. For Colored Girls, 2,4 milljónir dala
  10. Fair Game, 1,5 milljónir dala
Aðalleikarar myndarinnar voru kátir þegar myndin var frumsýnd í New …
Aðalleikarar myndarinnar voru kátir þegar myndin var frumsýnd í New York. Reuters
Brad Pitt, Tina Fey og Ben Stiller eru á meðal …
Brad Pitt, Tina Fey og Ben Stiller eru á meðal þeirra sem ljá persónum í teiknimyndinni Megamind raddir sínar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka