Nýjasta kvikmyndin um Harry Potter er vinsælasta kvikmyndin í norður-amerískum kvikmyndahúsum þessa helgina. Skv. bráðabirgðatölum hefur hún alls þénað 125,1 milljón dala.
Fyrri hluti ævintýramyndarinnar, sem heitir á frummálinu Harry Potter and the
Deathly Hallows, þénaði 205 milljónir dala á heimsvísu og hefur hún því alls náð að hala inn hvorki meira né minna en 330 milljónir dala um helgina, en hún var frumsýnd á föstudag.
Teiknimyndin Megamind, sem hefur vermt efsta sætið sl. tvær helgar, féll í annað sæti. Hún þénaði 16,2 milljónir dala, og hefur alls þénað 109,5 milljónir dala á þremur viku.
Spennumyndin The Next Three days með Russell Crowe í aðhlutverki stóð ekki undir væntingum. Myndin var frumsýnd um helgina og hafnaði hún í fimmta sæti með 6,8 milljónir dala.
Tíu vinsælustu myndirnar skv. bráðabirgðatölum