Montaði sig af starfslokasamningi

Merki Royal Bank of Scotland í fjármálahverfi Lundúnaborgar
Merki Royal Bank of Scotland í fjármálahverfi Lundúnaborgar Reuters

Kona sem starfaði í banka og montaði sig á face­book af því að fá starfs­loka­samn­ing þegar skoski bank­inn RBS sagði upp fólki, var rek­in þegar yf­ir­menn henn­ar sáu það sem hún hafði skrifaði. Bank­inn neit­ar að greiða þau laun sem henni hafði áður verið heitið.

Kate Furlong, sem er 23 ára, skrifaði skila­boð á face­book nokkr­um mín­út­um eft­ir að RBS til­kynnti að 3.500 manns yrði sagt upp störf­um í sept­em­ber. Furlong skrifaði að þetta væru „bestu frétt­ir sem hún hefði fengið“ og að nú fengi hún „góðan starfs­loka­samn­ing“.

Þegar yf­ir­menn henn­ar fréttu af skila­boðunum var hún rek­in fyr­ir að brjóta trúnað og fyr­ir ámæl­is­verða fram­komu. Henni var neitað um starfs­loka­samn­ing­inn sem hljóðaði upp á 6.000 pund.

Furlong er afar ósátt við þessa niður­stöðu og ætl­ar að láta reyna á rétt sinn fyr­ir dóm­stól­um. Hún neit­ar því að hafa brotið trúnað og bend­ir á að búið hafi verið að upp­lýsa um upp­sagn­irn­ar. Með því að reka sig sé bank­inn að reyna að kom­ast hjá því að borga sér starfs­loka­samn­ing­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell