Sólin einkavædd

Sólin hefur loks verið einkavædd.
Sólin hefur loks verið einkavædd.

Spænsk kona frá þorpi í Galisíu­héraði hef­ur tryggt sér eigna­rétt yfir sól­inni. Hyggst hún rukka fyr­ir notk­un henn­ar og gefa helm­ing ágóðans til spænska rík­is­ins sem er í mikl­um fjár­hagskrögg­um.

Skráði kon­an, Ang­eles Durán, sól­ina sem sína eign hjá lög­bók­anda. Sagði hún vefút­gáfu spænska blaðsins El Mundo að þetta hefði hún gert í sept­em­ber eft­ir að hafa heyrt um banda­rísk­an mann sem hafði skráð sjálf­an sig sem eig­anda tungls­ins og flestra plán­etn­anna í sól­kerf­inu.

Alþjóðasamn­ing­ar kveða á um að ekk­ert land get slegið eign sinni á plán­etu eða stjörnu en þeir segja ekk­ert um ein­stak­linga sagði Durán.

„Það var ekk­ert vesen. Ég studdi kröfu mína á lög­leg­an hátt. Ég er ekki heimsk, ég þekki lög­in. Ég gerði þetta en hver sem er hefði getað gert það. Mér datt það bara fyrst í hug,“ sagði hún.

Skjalið sem lög­bók­and­inn samþykkti lýs­ir því yfir að Durán sé „eig­andi sól­ar­inn­ar, stjörnu af teg­und­inni G2, staðsettri í miðju sól­kerf­is­ins að meðtali í um 149.600.000 kíló­metra fjar­lægð frá jörðu“.

Durán, býr í bæn­um Sal­vaterra do Mino, sagði að hún vilji rukka alla þá sem nota sól­ina og að hún vilji gefa helm­ing ágóðans til spænska rík­is­ins og 20% til líf­eyr­is­sjóða lands­ins.

Þá vill hún leggja 10% til rann­sókna, önn­ur 10% til þess að binda enda á hung­ur í heim­in­um og halda 10% fyr­ir sjálfa sig.

„Það er tími til kom­inn að gera hlut­ina rétt. Ef það er hug­mynd til um hvernig eigi að skapa tekj­ur og bæta efna­hags­ástandið og vel­ferð fólks, hvers vegna ekki að fram­kvæma hana?“ spyr hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell