Vildi bara hvíta hobbita

Leikstjórinn Peter Jackson.
Leikstjórinn Peter Jackson.

Aug­lýs­ing birt­ist í ný­sjá­lensku dag­blaði á dög­un­um þar sem óskað var eft­ir auka­leik­ur­um með „ljós­an húðlit“ fyr­ir tök­ur á mynd­inni Hobbit­inn (e.The Hobbit) sem bygg­ist á skáld­sögu breska rit­höf­und­ar­ins J.R.R. Tolkien.

Sá sem var ábyrg­ur fyr­ir aug­lýs­ing­unni hef­ur nú verið rek­inn að sögn tals­manns Peter Jackson, sem leik­stýr­ir Hobbit­an­um, þar sem húðlit­ur auka­leik­ar­anna hafi aldrei verið rædd­ur. Þá á sá hinn sami að hafa sagt við pak­ist­anska konu að hún gæti aldrei leikið hobbita vegna þess hve dökk hún væri yf­ir­lit­um.

„Við erum að leita að fólki sem er ljóst yf­ir­lit­um. Ég er ekki að reyna að vera... Eitt­hvað. Þú verður að líta út eins og hobbiti,“ sagði um­rædd­ur starfsmaður við kon­una sem sótt­ist eft­ir auka­hlut­verki í mynd­inni.

Á kvik­mynda­vefn­um IMDB kem­ur fram að tök­ur hefjast í fe­brú­ar á næsta ári en gert er ráð fyr­ir að mynd­in komi í kvik­mynda­hús árið 2012. Hobbit­inn skart­ar meðal ann­ars leik­ur­un­um Cate Blanchett, Mart­in Freem­an og Ian McKell­en.

Martin Freeman er ekki dvergvaxinn en þykir þó henta vel …
Mart­in Freem­an er ekki dverg­vax­inn en þykir þó henta vel í hlut­verk Hobbita
Cate Blanchett
Cate Blanchett Reu­ters
Ian McKellen.
Ian McKell­en. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir