Dularfullir jólasveinar hafa komið íbúum í Norður-Karólínu á óvart undanfarið. Hafa þeir rétt fólki hundrað dalaseðil, sem svarar til 11.500 krónum, um leið og þeir taka í höndina á fólki og heilsa þeim.
Í frétt The Charlotte Observer kemur fram að um hóp jólasveina er að ræða en þeir vilja ekki upplýsa meir um hverjir þeir eru annað en að þeir hafa gefið fólki sem þeim sýnist ekki veita af aðstoð 100 dala seðil.
Felicia Adams er ein þeirra en hún er starfsmaður Goodwill verslunarinnar. Hún segir peningana koma í góðar þarfir því vegna þeirra geti hún farið til New York til að hitta föður sinn. Hann liggur banaleguna en hann er með krabbamein.
Jólasveinarnir gjafmildu gefa af eigin reikningum en þetta er fjórða árið í röð sem þetta er gert í Charlotte.