Fyrrum málari sigraði í X Factor

Matt Cardle
Matt Cardle

Fyrrverandi málari og veggfóðrari, Matt Cardle, sigraði í hæfileikakeppninni The X Factor í gærkvöldi, en keppnin var sýnd á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Um 19,1 milljónir horfðu á keppnina sem er mesta áhorf sem mælst hefur í Bretlandi á atburð sem ekki tengist íþróttaviðburði.

Cardle er 27 ára gamall frá Colchester. Í öðru sæti lenti Rebecca Ferguson. Cardle söng m.a. lagið When We Collide í lokakeppninni og sagði eftir að hafa sungið lagið. „Ég vona að næst þegar ég syng lagið geri ég það aðeins betur heldur en núna.“

Einn af dómurum í keppninni, Simon Cowell, fór fögrum orðum um frammistöðu Cardle og sagði að hann væri mjög viðkunnanlegur náungi.

Milljónir manna horfa á The X Factor. Meðal tónlistarmanna sem komu fram í þáttunum í vetur voru Rihanna og Robbie Williams.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir