Fyrrum málari sigraði í X Factor

Matt Cardle
Matt Cardle

Fyrrverandi málari og veggfóðrari, Matt Cardle, sigraði í hæfileikakeppninni The X Factor í gærkvöldi, en keppnin var sýnd á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Um 19,1 milljónir horfðu á keppnina sem er mesta áhorf sem mælst hefur í Bretlandi á atburð sem ekki tengist íþróttaviðburði.

Cardle er 27 ára gamall frá Colchester. Í öðru sæti lenti Rebecca Ferguson. Cardle söng m.a. lagið When We Collide í lokakeppninni og sagði eftir að hafa sungið lagið. „Ég vona að næst þegar ég syng lagið geri ég það aðeins betur heldur en núna.“

Einn af dómurum í keppninni, Simon Cowell, fór fögrum orðum um frammistöðu Cardle og sagði að hann væri mjög viðkunnanlegur náungi.

Milljónir manna horfa á The X Factor. Meðal tónlistarmanna sem komu fram í þáttunum í vetur voru Rihanna og Robbie Williams.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir