Judi Dench kjörin besti sviðsleikari allra tíma

Judi Dench ásamt dóttur sinni Finty Williams.
Judi Dench ásamt dóttur sinni Finty Williams. Reuters

Breska leikkonan Judi Dench hefur verið kjörin besti sviðsleikari allra tíma í könnun sem leikhúsblaðið The Stage lét framkvæma. Í viðtali við blaðið segist hún vera orðlaus og bætir við: „Það er svakalegt að þurfa að standa undir þessum væntingum.“

Dench, sem er 76 ára gömul, hóf ferilinn í Old Vic í Liverpool árið 1957 þegar hún lék Ófelíu í Hamlet eftir Shakespeare. Í framhaldinu kom hún fram í söngleikjum, á sviði og í kvikmyndum. 

Árið 1996 komst hún á spjöld sögunnar þegar hún hlaut Oliver-verðlaunin í tveimur flokkum, þ.e. sem besta leikkonan og sem besta leikkonan í söngleik, á einum og sama árinu.

Hópur sérfræðinga var fenginn til að setja saman lista yfir 10 bestu leikarana. Í framhaldinu voru lesendur blaðsins beðnir um að velja úr þeim lista sem sérfræðingarnir lögðu fram. 

Leikkonan Maggie Smith hafnaði í öðru sæti og leikarinn Mark Rylance í því þriðja, en hann er yngsti leikarinn á listanum.

Ian McKellen hafnaði í fjórða sæti, Laurence Olivier í því fimmta, Paul Scofield í því sjötta, John Gielgud í sjöunda, Michael Gambon í áttunda, Vanessa Redgrave í níunda og Ralph Richardson hafnaði í 10 sæti.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir