Bílaumferð takmörkuð í Fossvogskirkjugarði

Kirkjugarðurinn við Suðurgötu
Kirkjugarðurinn við Suðurgötu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á milli kl 9–15 á aðfangadag og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Lögregla mun fylgjast með umferð í kringum Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð á aðfangadag en fjölmargir heimsækja leiði ástvina á aðfangadag.

Ökumönnum er bent á bílastæði við Perluna, Fossvogskirkju, Öskjuhlíðarskóla og í Vesturhlíð. Suðurhlíð verður opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn er beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir