Bílaumferð takmörkuð í Fossvogskirkjugarði

Kirkjugarðurinn við Suðurgötu
Kirkjugarðurinn við Suðurgötu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á milli kl 9–15 á aðfangadag og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Lögregla mun fylgjast með umferð í kringum Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð á aðfangadag en fjölmargir heimsækja leiði ástvina á aðfangadag.

Ökumönnum er bent á bílastæði við Perluna, Fossvogskirkju, Öskjuhlíðarskóla og í Vesturhlíð. Suðurhlíð verður opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn er beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka