Furðustrandir, skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, seldist best í bókaverslunum í síðustu viku og er einnig orðin söluhæsta bókin á árinu, samkvæmt samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.
Í öðru sæti á sölulista síðustu viku var Ég man þig, skáldsaga Yrsu Sigurðardóttir, og í þriðja sæti voru Léttir réttir Hagkaups, eftir Friðriku Hjördísi Geirsdóttur. Sú bók er í 3. sæti á sölulista ársins en í öðru sæti á þeim lista er Stóra Disney matreiðslubókin.