Skilaði sér heim fyrir jólin

Köttur sýnir loftnetsgreiðu óvenjulegan áhuga. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Köttur sýnir loftnetsgreiðu óvenjulegan áhuga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ásdís Ásgeirsdóttir

Köttur sem hvarf frá eigendum sínum haustið 2006 hefur skilað sér aftur heim til eigenda sinna núna rétt fyrir jólin.

Enska staðarblaðið Northern Echo greinir frá þessu. Kötturinn Colin flutti ásamt eigendum sínum til Garstang í Lancashire sumarið 2006, en hvarf skömmu eftir að komið var á nýja staðinn. Um tveimur árum eftir að Colin týndist fluttust eigendur hans, hjónin Peter og Maria O’Neill, enn á ný.

Fyrir skömmu varð síðan vart við Colin í Garstang, en sá sem kom auga á hann hafði samband við dýraverndunarsamtök sem tóku köttinn í sína vörslu og báru kennsl á hann. Eins og í margra aðra nútímaheimilisketti hafði örflögu verið komið fyrir í Colin, svo að hægt var að hafa samband við fyrri eigendur sem höfðu saknað Colin í rúmlega fjögur ár.

Ég trúði því hreinlega ekki þegar haft var samband við mig og mér tjáð að Colin væri fundinn. Þetta er besta jólagjöf sem ég hefði getað hugsað mér. Þegar ég fór að sækja Colin var hann nokkuð taugaveiklaður […] En ég sagði nafnið hans og hann þekkti mig strax. Hann stökk til mín og stakk höfðinu á sér undir hönd mina. Þetta andartak var töfrum líkast og ég klökknaði næstum, sagði Maria O’Neill í samtali við Northern Echo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Loka