Íslensk jólagleði með Obama

Ljósmynd af Arnheiði að taka mynd af börnunum sínum, þeim …
Ljósmynd af Arnheiði að taka mynd af börnunum sínum, þeim Emblu og Ellerti, með Michelle Obama rataði í myndasafn Hvíta hússins í Washington. Í bakgrunni sést Barack Obama ræða við eiginmann Arnheiðar og tengdamóður hennar.

Fjölmargir Íslendingar eru búsettir erlendis, m.a. í Bandaríkjunum. Einn þeirra, Arnheiður Hlín Guðmundsdóttir, hélt upp á jólin á Hawaii með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og Michelle forsetafrú.

Arnheiður er búsett á Hawaii ásamt bandarískum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Eiginmaður Arnheiðar er í bandaríska hernum og á jóladag heimsótti Obama-fjölskyldan hermenn sem eru staðsettir á Kailua-herstöðinni á Oahu-eyju. En sem kunnugt er fæddist Barack Obama á Hawaii og dvelur hann gjarnan á Kailua þegar hann tekur sér frí.

Þar var boðið upp á jólahlaðborð fyrir hermennina og ættingja þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir